Villa
  • Villa varð í hleðslu gagnamiðlara.
  • Villa varð í hleðslu gagnamiðlara.
Styrkafhending gjafakorta
Skrifað af: S. Einar Sigurðsson   

Í dag 18. desember var Félagsþjónustu Hornafjarðar afhent 10 gjafabréf á 40.000 kr matarúttekt hvert kort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 325 þúsund og Nettó bætti við 75 þúsund við gjöf þeirra Ós-félaga.

Forseti Óss og Pálmi Guðmundsson verzlunarstjóri í Netto afhenti gjafabréfin ásamt Hauki Sveinbjörnssyni kjörforseta Óss og Stefán Brandi fyrrverandi svæðisstjóra Sögusvæðis. Jón Kristján Rögnvaldsyni félagsmálastjóri veitti gjafabréfunum móttöku og verður þetta vonandi kærkominn jólaglaðningur í okkar litla bæjarsamfélagi.

Meðal fjáröflunarleiða Kiwanisklúbbsins er sala á jólatrjám og er þessi gjöf ágóði hennar, einnig selja þeir úrvals lakkrískonfekt framleitt hjá Sælgætisgerðinni Freyju hér á Höfn.

Jólatréin sem seld eru hér núna eru úr skógræktinni í Suðursveit nema Norðmannsþinururinn sem fluttur er inn frá Danmörku með hjálp frá Hússmiðjunni. Ennfremur eru við með nokkur blágreni frá Egilsstöðum.

Félagar í Kiwanisklúbbnum eru 23. Eftir áramót verður félagaátak og verður skemmtilegum karlmönnum boðið á kynningarfund hjá Ós. Eru öllum hressum Hornfirskum mönnum boðið á þennan fund. Verður þetta auglýst nánar eftir áramót. Áhugasömum er bent á að tala við næsta kiwanisfélaga.

Óskum við hjá Kiwanisklúbbnum Ós öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Geir Þorsteinsson forseti Kiwanisklúbbsins Óss
Sigurður Einar Sigurðsson ritari Kiwanisklúbbsins Óss

 

 
25 ára saga Kiwanisklúbbsins Ós
Skrifað af: Geir Þorsteinsson   

25. ára afmæli Kiwanisklúbbsins Ós saga þess í nútíð og fortíð.

Tildrög þess að Kiwanisklúbburinn Ós var stofnaður á Hornafirði voru þau að umdæmisstjórn íslenska umdæmisins auglýsti í Eystrahorni 1987 kynningarfund um Kiwanishreyfinguna á Hótel Höfn. Á þann fund komu frá umdæminu þeir Steindór Hjörleifsson sem nú er látinn og Stefán R Jónsson þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmunds og
Ludvig Gunnarsson .Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til þess að reyna að stofna klúbb hér á Höfn ,nú er skemmst frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hóp og það varð úr að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar.  Lesa meira..

Nánar... [25 ára saga Kiwanisklúbbsins Ós]
 
Svæðisráðsfundur Sögusvæðis
Skrifað af: S. Einar Sigurðsson   

Fundur hjá svæðiráði Sögusvæðis var haldin kl 15.00 á Hótel Höfn þann 10. nóvember.

Vel var mætt á fundin af Ósfélögum en 16 Kiwanisfélagar voru á fundinum þar af

7 Ósfélagar. Guðjón flutti sitt síðasta embættisverk sem forseti Óss.

Þórarinn F. Gylfasson forseti Kiwanisklúbbsins Ölver

afhenti Ós gjöf sem Geir Þorsteinsson tók á móti.gjofUmdæmisritari Hörður og umdæmisstjóri Hjördís fylgjast með Geir taka við gjöfinni.

Skýrsla Guðjóns er hægt að ná í hér á vefnum.

 


síða 1 af 17

RSS straumar

Dagatal

December 2014
S M T W T F S
30 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3
 
Borði